Ferðin góða byrjaði á BSÍ - hvar annars staðar :) Hinn frábæri hópur var þar mjög tímanlega en mikið ótrúlega gátum við verið með mikið dót fyrir ekki lengra ferðalag!

Skemmtilegt myndastopp á leiðinni í Landmannalaugar. Ekki smá fallegt á þessum slóðum!

Ótrúlegt en satt - allt dótið okkar komst í trússbílinn og okkur ekki til setunnar boðið... svona eftir smá stopp við salernin, sjoppuna, skálann og ýmsa aðra staði...! Hmmm já veit - ég er í sömu ljótu grænu úlpunni og í vetrarferðunum...

Landmannalaugar að baki og stefnan sett á Hrafntinnusker. Fyrsti dagur og allir kátir!

Landslagið fallegt og fjölbreytt alla leiðina í Þórsmörk :)

Og ekki úr vegi að ná ferðafélögum inn á landslagsmyndirnar!

Gangan mikla - minnti okkur stundum á frönsku kvikmyndina um mörgæsirnar :)

Áfram var stígurinn genginn.... allir í röð!

En stundum var líka stoppað og fólk hvíldi sig.

Það var orðið svolítið kalt og dimmt þegar við komum í Hrafntinnusker og vorum við fegin að sjá að kerran var komin og allt okkar dót. Núðlusúpan bragðaðist vel þetta kvöldið og ekki var kakóið síðra ;)

Fyrsti morguninn - gula tjaldið var alveg frábærlega hlýtt og gott þrátt fyrir að það hrímaði um nóttina. Að vísu reyndist það vera einsog sólblóm, fallegt á litinn en líka algjör flugnasegull !!

Sumir voru í tjöldum, aðrir í skálum... en hér eru tjaldbúðirnar okkar!

Kerran tilbúin, göngumenn tilbúnir og flestir fegnir að kveðja Hrafntinnuskerið og aðstöðuna þar!

Annar fallegur dagur í vændum :)