Thursday, August 21, 2008

Busy at school!

We have been very busy at the International School of Iceland during our preparation week before our students arrive!

So far we have played "Guitar Hero"






Learnt "hand/arm massage"


Played "París"

And most imortantly - learnt to make funny faces :)


And made some connections!

Thanks for a great week guys, and takk Russell for the pix and organising the Pilates course today! Loved it!!!

Tuesday, August 19, 2008

Laugavegur I

Ferðin góða byrjaði á BSÍ - hvar annars staðar :) Hinn frábæri hópur var þar mjög tímanlega en mikið ótrúlega gátum við verið með mikið dót fyrir ekki lengra ferðalag!
Skemmtilegt myndastopp á leiðinni í Landmannalaugar. Ekki smá fallegt á þessum slóðum!
Ótrúlegt en satt - allt dótið okkar komst í trússbílinn og okkur ekki til setunnar boðið... svona eftir smá stopp við salernin, sjoppuna, skálann og ýmsa aðra staði...! Hmmm já veit - ég er í sömu ljótu grænu úlpunni og í vetrarferðunum...
Landmannalaugar að baki og stefnan sett á Hrafntinnusker. Fyrsti dagur og allir kátir!
Landslagið fallegt og fjölbreytt alla leiðina í Þórsmörk :)
Og ekki úr vegi að ná ferðafélögum inn á landslagsmyndirnar!
Gangan mikla - minnti okkur stundum á frönsku kvikmyndina um mörgæsirnar :)
Áfram var stígurinn genginn.... allir í röð!
En stundum var líka stoppað og fólk hvíldi sig.
Það var orðið svolítið kalt og dimmt þegar við komum í Hrafntinnusker og vorum við fegin að sjá að kerran var komin og allt okkar dót. Núðlusúpan bragðaðist vel þetta kvöldið og ekki var kakóið síðra ;)
Fyrsti morguninn - gula tjaldið var alveg frábærlega hlýtt og gott þrátt fyrir að það hrímaði um nóttina. Að vísu reyndist það vera einsog sólblóm, fallegt á litinn en líka algjör flugnasegull !!
Sumir voru í tjöldum, aðrir í skálum... en hér eru tjaldbúðirnar okkar!
Kerran tilbúin, göngumenn tilbúnir og flestir fegnir að kveðja Hrafntinnuskerið og aðstöðuna þar!
Annar fallegur dagur í vændum :)

Laugavegur II

Við gátum ekki hætt að dást að þessu fallega landslagi!Nokkur úr hópnum ákváðum að ganga á Háskerðing og nutum enn betra útsýnis til allra átta!!
Ennþá mikill snjór um miðjan júlí og kuldalegt að sjá.
En Hermanni var ekki kalt og hópurinn fylgdi stuttbuxnatískugúrúnum samviskusamlega...
Umhverfið við Álftavatn var svo grænt og frjósamt eftir göngu dagsins. Ég stakk aðeins af og lagðist við vatnið til að slaka á - mikil kyrrð þar til að álftirnar fóru að kvaka! En þær pössuðu vel inn í umhverfið og ekki hægt annað en að brosa að þeim :) Grillveisla um kvöldið og Addi gerðist grillmeðleigjandi hjá Sólblómabúunum. Morgunmatur úti undir vegg var toppurinn!
Enn var kerran gerð klár, í þetta sinn þurfti líka að plástra aumar tær, hæla og táberg...
Á degi þrjú var farið yfir nokkrar ár, sumar brúaðar - aðrar óbrúaðar :)
Eyrarósir... alltaf fallegar í sínu hrjóstruga umhverfi.
Og ein af mér... svona til að sanna að ég var þarna í raun og veru :)
Vegurinn endalausi - mikið var ég fegin að það var logn þennan dag, spáið í allt rykið ef það hefði hreyft vind! Skálinn í Emstrum - vin í eyðimörkinni. Þarna fengum við einu rigningardembu ferðarinnar - rétt eftir að við vorum búin að tjalda. Ágætt að fá áminningu um það hve heppin við vorum með veður alla ferðina :)
Skálinn úr fjarlægð, við tjölduðum í gilinu rétt við lækinn. Notalegt tjaldstæði og ég gæti vel hugsað mér að koma þangað aftur :)
Hvernig líst ykkur á þessa liti!!! Og landslagið breyttist og við fórum að kannast við "Þórsmerkurlandslagið" á síðustu metrunum.

Laugavegur III

Síðasti göngudagurinn og allir ennþá brosandi!
Enn og aftur fallegir litir - sérstakt að sjá svona bleika akra á þessum köldu slóðum... The Lone Ranger in the Pink Fields!
Þórsmörk.... við nálgumst markið!
Frábær helgi framundan í góðum félagsskap, dásamlegum félagsskap - og síðast en ekki síst.... með krökkunum mínum :)

Tignarlegt að sjá fánann blakta þarna við hún

Sólblómið á sínum stað!
Hluti af tjaldborginni okkar - mikið fjör og ég þakka öllum fyrir ánægjulega ferð, ekki síst börnunum mínum og sólblómafélaganum!