Laugavegur II
Við gátum ekki hætt að dást að þessu fallega landslagi!Nokkur úr hópnum ákváðum að ganga á Háskerðing og nutum enn betra útsýnis til allra átta!!
Ennþá mikill snjór um miðjan júlí og kuldalegt að sjá.
En Hermanni var ekki kalt og hópurinn fylgdi stuttbuxnatískugúrúnum samviskusamlega...
Umhverfið við Álftavatn var svo grænt og frjósamt eftir göngu dagsins. Ég stakk aðeins af og lagðist við vatnið til að slaka á - mikil kyrrð þar til að álftirnar fóru að kvaka! En þær pössuðu vel inn í umhverfið og ekki hægt annað en að brosa að þeim :) Grillveisla um kvöldið og Addi gerðist grillmeðleigjandi hjá Sólblómabúunum. Morgunmatur úti undir vegg var toppurinn!
Enn var kerran gerð klár, í þetta sinn þurfti líka að plástra aumar tær, hæla og táberg...
Á degi þrjú var farið yfir nokkrar ár, sumar brúaðar - aðrar óbrúaðar :)
Eyrarósir... alltaf fallegar í sínu hrjóstruga umhverfi.
Og ein af mér... svona til að sanna að ég var þarna í raun og veru :)
Vegurinn endalausi - mikið var ég fegin að það var logn þennan dag, spáið í allt rykið ef það hefði hreyft vind! Skálinn í Emstrum - vin í eyðimörkinni. Þarna fengum við einu rigningardembu ferðarinnar - rétt eftir að við vorum búin að tjalda. Ágætt að fá áminningu um það hve heppin við vorum með veður alla ferðina :)
Skálinn úr fjarlægð, við tjölduðum í gilinu rétt við lækinn. Notalegt tjaldstæði og ég gæti vel hugsað mér að koma þangað aftur :)
Hvernig líst ykkur á þessa liti!!! Og landslagið breyttist og við fórum að kannast við "Þórsmerkurlandslagið" á síðustu metrunum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home