"Hvernig kaffi ertu?"
Samkvæmt kaffiprófinu er ég Latte! - og samanstend því af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli.
Mjög fyndið því ég drekk mikið Latte en hvort ég er skapstór og íhaldssöm læt ég aðra um að dæma!
4 Comments:
Ji, ég var farin að sakna þess að þú værir ekki með svona próf á síðunni (því ég er svo íhaldssöm að ég leita náttúrlega ekki að þeim sjálf!).
Fáum það sama út! Ég skil vel þetta með íhaldssemina, en hitt, tja. Og þarfyrirutan finnst mér Latte varla drekkandi á kaffihúsum hér á eyjunni, alltof mikil mjólk eitthvað ... betra að fá bara tvöfalda expressó-inn og setja smá mjólk útí sjálfur!
Mikið er ég fegin að þú ert líka Latte - það hefði verið einmanalegt ef þú hefðir til dæmis verið "svart og sykurlaust" og við þar með aldrei getað talað saman aftur! Ég er auðvitað svo mikið smá barn að mjólk með smá kaffi út í hentar mér ágætlega ;)
Iss, ég er líka lattteeee - þetta er örugglega eitthvert svindl - nema náttúrulega að þig þekki bara svona einsleitt latte fólk:-)
Verð að fara kíkja á þig mín kæra - þ.e. í heimsókn, ef hægt er að hitta á þig heima:-)
Hæ Anna Þóra! Ég er þekkt fyrir einsleitan vinhóp - vil bara þekkja fólk sem er alveg einsog ég og þoli engan og ekkert sem ekki passar inn í "ramman" :D
Endilega að fara hittast - kannski þegar Ítalíufararnir koma heim???
Kær kveðja upp í fjöllin, Elín
Post a Comment
<< Home