Thursday, January 17, 2008

Emma's poem

I just heard that Emma Katrin's poem had been read out in the National Radio by the priest in Dómkirkjan at the Christmas Mass broadcasting. How wonderful to honour her memory like that.

This is the little poem she composed not long before her death and was read at her funeral:

Vagga þér vært, þú sefur rótt.
Nóttin kemur senn.
Sofðu nú vært í alla nótt.
Guð geymi alla menn.

4 Comments:

At 18 January, 2008, Blogger Sigfríður said...

Ótrúlega fallegt ljóð og yndislegt að það var notað á þennan hátt. Heyrði ekki sjálf því miður, en frétti af því að það hefði verið notað í predikuninni.

Til hamingju með frumburðinn á morgun!

Og, almáttugur hvað þú er hryllilega menningarleg og kúltúrelt sensitíf - maður stendur bara á öndinni yfir öllum þessum bókmenntum. Fæ kannski að kíkja í eitthvað af þessu hjá þér við tækifæri, þessi um expat mömmuna hljómar áhugaverð.

 
At 18 January, 2008, Anonymous Anonymous said...

Æi já - bara varð að birta þetta yndislega ljóð hennar Emmu svo fleiri mættu njóta.

Afmæli Bekku minnar á morgun - hún eldist og ég yngist ;)

Bókahaugur minn stendur þér alltaf til boða - spurningin að finna eitthvað í þessu bókaflóði mínu ... ekki vísindalega raðað einsog hjá sumum ónefndum ofurkonum, var það eftir höfundum, þemu, lit eða stærð?! Svo ætlaðir þú að lána mér afrískar bókmennir - ekki satt?

 
At 18 January, 2008, Anonymous Anonymous said...

Sæl Elín, var að kíkja inn á bloggið þitt - flott. Gangi þér vel í skólanum. Kveðja Hákon

 
At 20 January, 2008, Blogger Sigfríður said...

Tja, sko vísindalega raðað - það var nú þá (þegar maður hafði tíma í að raða einhverju yfirleitt, hehe) en sum sé var eftir höfundi og bókmenntategund - alls ekki eftir stærð eða lit á kili, enda var lúkkið á hillunum svo hroðalegt að ýmsar smekk-konurnar klæjaði í fingurnar að laga! Þarf að kíkja á hauginn hjá þér og færa þér eitthvað af þessu Afríska til láns.

 

Post a Comment

<< Home